Reyndi að innleysa 360 milljarða dollara ávísun

AP

Tvítugur Bandaríkjamaður var handtekinn í síðustu viku eftir að hann reyndi að innleysa ávísun að upphæð 360 milljarðar dollara. Gjaldkerar í bankanum fylltust grunsemdum þegar þeir sáu núllin tíu á ávísuninni. Maðurinn er grunaður um skjalafals.

Maðurinn,  Charles Ray Fuller, sagði að móðir kærustu sinnar hefði látið sig hafa ávísunina til að stofna upptökufyrirtæki, en gjaldkerar í bankanum í Fort Worth í Texas, þar sem Fuller ætlaði að innleysa ávísunina, höfðu samband við reikningseigandann, og hún kvaðst ekki hafa gefið Fuller ávísunina.

Auk þess að vera ákærður fyrir skjalafals hefur Fuller verið ákærður fyrir ólöglega vopnaburð og að hafa maríjúana í fórum sínum, en lögreglumenn fundu skammbyssu og fíkniefnin í vösum hans.

360 milljarðar dollara samsvara um 27.000 milljörðum króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert