Sala á nýjum bílum í Bandaríkjunum var minni í síðasta mánuði en hún hefur verið síðan 1992, og var samdrátturinn fyrst og fremst í sölu á pallbílum og jeppum. Sala á fólksbílum jókst.
Samkvæmt tölum frá markaðsfyrirtækinu Autodata benda til að bandarískir neytendur hafi vegna hækkandi eldsneytisverðs snúið sér að meðalstórum og litlum bílum, auk tvinnbíla.
Japanskir framleiðendur á borð við Honda, Nissan og Subaru, auk Toyota, kváðu sölu á litlum bílum hafa aukist í síðasta mánuði.
Sala á fólksbílum jókst um fimm prósent í síðasta mánuði, en sala á pallbílum og jeppum dróst saman um 17,4%. Það sem af er árinu hefur sala á síðarnefndu bílunum dregist saman um 13,5%.
Þá segja framleiðendur að kaupendur vinsælla bíla á borð við Chevrolet Malibu velji nú að hafa þá með minni og sparneytnari fjögurra strokka vélum.