Brotist inn hjá Stasi

Lögreglan í Berlín rannsakar nú innbrot í safn sem er í byggingu sem áður var höfuðstöðvar Austur-Þýsku leynilögreglunnar, Stasi. Segir lögreglan að innbrotsþjófarnir hafi stolið ýmsum gripum af safninu, þ. á m. hokkíkylfu frá Moskvu og mynd af Lenín.

Lögreglan segir að þjófarnir virðist hafa farið inn um glugga og lagt leið sína um ýmsar vistarverur á safninu, þ.á m. fyrrverandi skrifstofu Erich Mielke, síðasta ríkisöryggismálaráðherra Austur-Þýskalands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert