Kæra sænska forsætisráðherrann fyrir landráð

Fredrik Reinfeldt.
Fredrik Reinfeldt. mbl.is/Brynjar Gauti

Ungmennadeild Svíþjóðardemókratanna, öfgaflokks til hægri, hefur kært Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, til lögreglu fyrir landráð. Segir flokkurinn, að Reinfeldt hafi brotið sænsk lög með því að skrifa undir Lissabonsáttmálann svonefnda, sem leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu á síðasta ári.

Blaðið Expressen hefur eftir Erik Almqvist, formanni ungmennadeildarinnar, að í Lissabonsáttmálanum felist, að stór hluti af lýðræðislegu valdi sænsku þjóðarinnar sé færður til stofnana ESB. Sé skilgreining laga um landráð lesin sé ljóst, að þetta valdaframsal falli með skýrum hætti undir þau.

Formaðurinn segist vona að lögreglan taki málið til rannsóknar sem leiði til þess að Reinfeldt hljóti dóm og Lissabonsáttmálinn taki ekki gildi í Svíþjóð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert