Lýst hefur verið yfir neyðarástandi á fimm svæðum í Burma (Myanmar), þar á meðal í stærstu borginni, Rangoon, að sögn ríkisfjölmiðla, eftir ef sterkur fellibylur skall á landinu. Samkvæmt fréttum létust fjórir í Rangoon af völdum bylsins.
Fellibylurinn nálgast nú Tæland þar sem gefnar hafa verið út stormviðvaranir, en heldur virðist vera að draga úr kraftinum.
Sjónvarpsstöð herstjórnar Burma, Myawady, segir að einnig hafi orðið mjög miklar skemmdir í Irrawaddy, Bago, Karen og Mon en vindhraði varð allt að 190 km á klukkustund.
Rafmagnslaust er í Rangoon, þar er ekkert vatn að hafa og götur borgarinnar eru fullar af braki.