Segir Fritzl ósakhæfan

Josef Fritzl í fríi í Thaílandi.
Josef Fritzl í fríi í Thaílandi. AP

Jos­ef Fritzl, Aust­ur­rík­is­maður­inn sem játað hef­ur að hafa fang­elsað dótt­ur sína í 24 ár og eign­ast með henni börn, kann að reyna að sleppa við fang­elsi með því að bera við ósakhæfni sök­um geðbil­un­ar, að því er fram kem­ur í viðtali við verj­anda hans í þýska blaðinu Bild am Sonntag í dag.

„Það er mín skoðun að Jos­ef Fritzl sé and­lega van­heill og því ekki ábyrg­ur gerða sinna,“ seg­ir verj­and­inn, Rud­olf Mayer, í viðtal­inu. „Ég tel að skjól­stæðing­ur minn eigi ekki að fara í fang­elsi held­ur vist­ast á stofn­un fyr­ir geðsjúka af­brota­menn.“

Mayer hef­ur hingað til ekki sagt neitt um það hvernig Fritzl muni bregðast við ákæru, en lýst því yfir að hann telji óhugs­andi að skjól­stæðing­ur sinn geti fengið sann­gjarna málsmeðferð í ljósi þeirr­ar gríðarlegu at­hygli sem mál hans hafi vakið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert