Skemmtiferðaskip strandað í Eystrasalti

Skemmtiferðaskip með 984 innanborðs strandaði í morgun í Eystrasalti undan strönd Lettlands. Her og strandgæsla landsins eru í viðbragðsstöðu en ekki er vitað að neinn hafi sakað og ekki eru sjáanlegar skemmdir á skipinu.

Talsmaður strandgæslunnar segir ekki ljóst hvort skipið verði rýmt áður en reynt verði að ná því á flot að nýju. Skipið heitir Mona Lisa og er skrá á Bahamaeyjum. Flestir farþegarnir um borð eru frá Þýskalandi. Til stendur, að skipið komi til Reykjavíkur í júní, samkvæmt upplýsingum á vef Faxaflóahafna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert