Umdeild atkvæðagreiðsla í Bólivíu

Atkvæðagreiðsla um aukið sjálfstæði Santa Cruz-fylkis í Bólivíu, þar sem margir íbúa eru auðugir, stendur nú yfir, en Evo Morales, forseti landsins, segir atkvæðagreiðsluna ólöglega.

Verði aukið sjálfstæði Santa Cruz samþykkt fengju leiðtogar fylkisins, sem eru hægrisinnar, meiri völd yfir skattlagningu og nýtingu náttúruauðlinda, þ.á m. um 10% af olíu- og gaslindum landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert