Engin viðvörun gefin

00:00
00:00

Lára Bush, for­setafrú í Banda­ríkj­un­um, sakaði í dag her­stjórn­ina í Búrma um að hafa ekki gefið út neina viðvör­un til al­menn­ings um að felli­byl­ur væri í aðsigi. Hvatti hún Búrma­stjórn til að þiggja hjálp frá Banda­ríkj­un­um vegna af­leiðinga ham­far­anna.

Talið er að um tíu þúsund manns, eða jafn­vel um fimmtán þúsund, hafi far­ist í felli­byln­um sem gekk yfir á föstu­dag og laug­ar­dag.

Lára Bush sagði að þótt búrmísk­ir rík­is­fjöl­miðlar hafi vitað af yf­ir­vof­andi hættu vegna felli­byls­ins hafi þeir ekki gefið út nein­ar viðvar­an­ir til al­menn­ings á því svæði sem byl­ur­inn stefndi á.

Margt fólk í land­inu hafi fyrst frétt að óveðrið nálgaðist þegar er­lend­ir fjöl­miðlar á borð við Radio Free Asia og Voice of America hafi gefið út viðvar­an­ir.

Lára Bush hef­ur gegnt lyk­il­hlut­verki í að móta stefnu Banda­ríkj­anna gagn­vart Búrma. Hún sagði banda­rísk stjórn­völd reiðubú­in til að auka aðstoð við landið langt um­fram þá 250.000 doll­ara sem banda­ríska sendi­ráðið í Rangoon hafi lagt fram.

Her­stjórn­in í Búrma yrði þó fyrst að leyfa banda­rísk­um viðbragðsaðilum að koma inn í landið til að meta tjónið af völd­um veðurs­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert