Bandarískir hermenn á heimleið

Bandarískir hermenn í Írak
Bandarískir hermenn í Írak AP

Bandaríkjaher hefur greint frá því að 3.500 bandarískir hermenn sem hafa verið að störfum í Írak frá því síðastliðið sumar muni fljótlega snúa heim. Í tilkynningu kemur fram að hermennirnir muni yfirgefa landið á næstu vikum en stórlega hafi dregið úr ofbeldinu í Írak á síðustu tíu mánuðum.

Hermennirnir eru hluti af viðbótar herafla sem sendur var til Íraks síðastliðið sumar og stóð til að viðbótarliðið færi allt frá Írak í júlí en fallið hefur verið frá því til þess að tryggja öryggi í landinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert