Clinton dregur aðeins í land

Hillary Rodham Clinton
Hillary Rodham Clinton Reuters

Hillary Rodham Clinton sem berst fyrir því að verða forsetaefni bandaríkskra demókrata, viðurkenndi í gærkvöldi að óraunhæft sé að ætla að hugmyndir hennar um tímabundið afnám eldsneytisskatts yfir sumartímann geti komið til framkvæmda á þessu ári þar sem líklegt sé að George W. Bush bandaríkjaforseti muni beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að slíkt frumvarp verði að lögum. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters.

 Málið hefur verið eitt helsta deiluefni Clinton og keppinautar hennar Barack Obama á undanförnum vikum en kosið verður á milli þeirra í prófkjörum Demókrataflokksins í Indiana og Norður-Karólínu í dag.Obama hefur sakað Clinton um að reyna að slá ryki í augu kjósenda með hugmynd sem í raun sé illframkvæmanleg og myndi auk þess færa almenningi lítinn sparnað.„

Ef við lítum á þetta raunsæisaugum þá er þetta augljóslega erfitt verkefni. Ég geri mér grein fyrir því,” sagði Clinton í gær. „Tel ég að við getum komið því í gegn, með neitunarvald Bush forseta sem endanlega hindrun? Það er augljóslega mikið og ögrandi verk en það þýðir ekki að við getum ekki reynt.”

Kosið verður um 187 kjörmenn í prófkjörunum í  Indianaog Noður-Karólínu í dag. Obama hefur fram til þessa tryggt sér stuðning fleiri kjörmanna en Clinton

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert