Clinton dregur aðeins í land

Hillary Rodham Clinton
Hillary Rodham Clinton Reuters

Hillary Rod­ham Cl­int­on sem berst fyr­ir því að verða for­seta­efni banda­ríkskra demó­krata, viður­kenndi í gær­kvöldi að óraun­hæft sé að ætla að hug­mynd­ir henn­ar um tíma­bundið af­nám eldsneyt­is­skatts yfir sum­ar­tím­ann geti komið til fram­kvæmda á þessu ári þar sem lík­legt sé að Geor­ge W. Bush banda­ríkja­for­seti muni beita neit­un­ar­valdi til að koma í veg fyr­ir að slíkt frum­varp verði að lög­um. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Reu­ters.

 Málið hef­ur verið eitt helsta deilu­efni Cl­int­on og keppi­naut­ar henn­ar Barack Obama á und­an­förn­um vik­um en kosið verður á milli þeirra í próf­kjör­um Demó­krata­flokks­ins í Indi­ana og Norður-Karólínu í dag.Obama hef­ur sakað Cl­int­on um að reyna að slá ryki í augu kjós­enda með hug­mynd sem í raun sé ill­fram­kvæm­an­leg og myndi auk þess færa al­menn­ingi lít­inn sparnað.„

Ef við lít­um á þetta raun­sæisaug­um þá er þetta aug­ljós­lega erfitt verk­efni. Ég geri mér grein fyr­ir því,” sagði Cl­int­on í gær. „Tel ég að við get­um komið því í gegn, með neit­un­ar­vald Bush for­seta sem end­an­lega hindr­un? Það er aug­ljós­lega mikið og ögr­andi verk en það þýðir ekki að við get­um ekki reynt.”

Kosið verður um 187 kjör­menn í próf­kjör­un­um í  Indi­ana­og Noður-Karólínu í dag. Obama hef­ur fram til þessa tryggt sér stuðning fleiri kjör­manna en Cl­int­on

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert