Eftirlitsmyndavélar virka ekki

Breska lögreglan hefur komist að því að eftirlitsmyndavélar svari ekki …
Breska lögreglan hefur komist að því að eftirlitsmyndavélar svari ekki kostnaði. mbl.is/Golli

Yfirmaður myndbandaeftirlitsdeildar Scotland Yard í Bretlandi viðurkennir að þrátt fyrir mikla fjárfestingu í eftirlitsmyndavélum í Lundúnum hafi glæpum á götum úti ekki fækkað og að einungis 3% glæpa leysist með aðstoð myndavélanna.

Mike Neville aðalfulltrúi lögreglunnar sagði í samtali við bresku ITN fréttastofuna að myndavélarnar virkuðu ekki letjandi á glæpamennina því þeir héldu yfirleitt að þær væru ekki í gangi.

Annað vandamál sagði Neville vera að lögreglumenn vildu ekki skoða upptökur úr vélunum þar sem það væri oft svo mikið verk.

Samkvæmt frétt ITN eru einungis 3% glæpa sem framdir eru á götum Lundúna upplýsast fyrir tilstilli eftirlitsmyndavéla.

Neville segir að mörgum milljörðum af sterlingspundum hafi verið eytt í myndavélakerfin en gleymst hafi að hugsa út í hvernig myndefnið nýtist lögreglumönnum í réttarkerfinu og telur hann að uppsetning þess sé algjört klúður.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert