Staðhæft er í breska blaðinu The Timesí dag að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sé líklegastur til að hreppa nýja stöðu forseta Evrópusambandsins um næstu áramót. Fram til þessa hefur verið talið að Múhameðsteikningamálið og afstaða Dana til myntbandalags Evrópu stæðu í vegi fyrir því að hann fengi stöðuna. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Samkvæmt heimildum The Times vinnur Fogh að því að safna stuðningi við sig framboð sitt á grundvelli þess að hann sé best sé til þess fallinn að samræma ólík sjónarmið áhrifamestu aðildarlandanna. Þannig geti yfirvöld í þýskir og franskir leiðtogar sætt sig við hann þar sem hann sé fulltrúi frjálshyggjustefnunnar og breskir ráðamenn geti sætt sig við hann þar sem hann sé fylgjandi ákveðnu sjálfræði ESB landanna.
„Þegar á hólminn er komið er þetta ekki spurning um það hversu mikinn stuðning menn fá heldur fremur það hversu mikilli mótstöðu þeir mæta. Það mun enginn leggjast gegn Anders,” segir ónefndur stjórnarerindreki í viðtali við The Times. Þó er tekið fram í umfjöllun blaðsins að mikið vanti upp á frönskukunnáttu Fogh og að ráðlegt væri fyrir hann að að leggja sig fram um að læra frönsku áður en hann flytji til Brussel.
Helstu keppinautar Fogh um stöðuna eru Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Breta, og Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar.