Fólki bjargað af strandaðri ferju

Fólki bjargað frá borði.
Fólki bjargað frá borði. Reuters

Björgunarmenn aðstoðuðu í morgun síðustu farþega þýsku ferjunnar Mónu Lísu frá borði en mörg hundruð farþegar höfðu hafst við í ferjunni frá því að hún strandaði á sandrifi um 18 km fyrir utan ströndum Lettlands á sunnudaginn.

Megnið af farþegunum voru þýskir eldri borgarar en alls þurfti að flytja 662 farþega frá borði. Talsmaður strandgæslunnar sagði að stemmningin meðal farþeganna hefði verið góð og að engin vandamál hafi komið upp.

Farþegarnir voru fluttir í land í bænum Ventspils og þaðan verða þeir fluttir með lest til Riga þar sem þeir munu dvelja á hóteli áður en flogið verður með þá til Frankfurt eða Hamborgar.

Sex strandgæslu- og herskip tóku þátt í aðgerðunum eftir að ekki tókst að draga ferjuna á flot á sunnudaginn. Slæm veðurspá olli því að farþegarnir voru ferjaðir í land.

Samkvæmt vef Faxaflóahafna er von á Monu Lisu til Íslands í júní í sumar.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert