Fyrsta aftakan í sjö mánuði í Bandaríkjunum

Williams Lynd verður að öllum líkindum tekinn af lífi í …
Williams Lynd verður að öllum líkindum tekinn af lífi í kvöld. AP

Allar líkur eru á að dauðamaður verði tekinn af lífi í Georgíu í Bandaríkjunum í kvöld, og verður það þá fyrsta aftakan í landinu í sjö mánuði og sú 1.100. síðan dauðarefsingar voru teknar þar upp á ný 1976. Í síðasta mánuði úrskurðaði hæstiréttur að aftökur með banvænni sprautu væru ekki brot á stjórnarskránni.

Maðurinn sem bíður aftöku í kvöld var dæmdur til dauða fyrir að myrða unnustu sína 1988.

Öllum aftökum í Bandaríkjunum var frestað í fyrra eftir að nokkrir dauðamenn fóru fram á að hæstiréttur úrskurðaði um hvort aftökur með banvænni sprautu stangist á við ákvæði stjórnarskrárinnar sem bannar grimmilegar og óvenjulegar refsingar.

Í apríl felldi rétturinn þann dóm, með atkvæðum sjö dómara gegn tveim, að slíkar aftökur væru ekki brot á stjórnarskránni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert