Barack Obama og Hillary Clinton takast á í tveimur ríkjum Bandaríkjanna í forkosningu Demókrataflokksins fyrir forsetakjörið í dag. Samkvæmt skoðanakönnunum verður mjótt á mununum en Obama er talinn hafa 7% forskot í Norður Karólínu en Clinton 4% í Indiana.
Frambjóðendurnir kepptust við frá sólarupprás til sólseturs í gær við að kynna sig í þessum ríkjum en allt bendir þó til að niðurstaða fáist ekki að þessu sinni. Fréttaskýrendur hjá AFP fréttastofunni telja að baráttan muni verða jöfn og að öllum líkindum dragast á langinn.
Líklegt er talið að Obama sigri í Norður Karólínu og það væri mikið áfall fyrir hann ef hann gerði það ekki en ef Clinton tapar í Indiana er ómögulegt fyrir hana að halda baráttunni áfram.
Næsta forkosning verður 3 júní í Montana og Suður Dakóta.