Saddam Hussein, fyrrum Íraksforseti óttaðist að bandarískir fangaverðir hans myndu sýkja hann af HIV-veirunni er hann var í haldi Bandaríkjahers á áriðnu 2006. Þetta kemur fram í dagbókum Saddams sem hann skrifaði í fangelsinu en brot úr dagbókarfærslum hans hafa nú verið birt í arabíska dagblaðinu Al Hayat sem gefið er út í London. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Saddam var hengdur árslok árið 2006 eftir að dauðadómur hafði verið kveðinn upp yfir honum fyrir stríðsglæpi.