Saddam Hussein, fyrrum Íraksforseti óttaðist að bandarískir fangaverðir hans myndu sýkja hann af HIV-veirunni er hann var í haldi Bandaríkjahers á áriðnu 2006. Þetta kemur fram í dagbókum Saddams sem hann skrifaði í fangelsinu en brot úr dagbókarfærslum hans hafa nú verið birt í arabíska dagblaðinu Al Hayat sem gefið er út í London. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Í dagbókarbrotunum segist Saddam m.a. vera fullviss um að verðirnir noti þvottasnúrur hans og að hann hafi beðið þá um að gera það ekki þar sem hann óttaðist að þeir væru sýktir af sjúkdómi „unga fólksins". „Helstu áhyggjur mínar eru þær að ég fái kynsjúkdóm, þ.e. HIV á þessum stað,” segir hann. Þá segir hann frá því hversu erfitt honum finnist að þurfa að biðja um hlutina. „Það var mikil eftirgjöf af minni hálfu að biðja um eitthvað í fyrsta skipti á ævinni,” skrifar hann um það er hann bað um að fá blóm í fangaklefa sinn.Saddam var hengdur árslok árið 2006 eftir að dauðadómur hafði verið kveðinn upp yfir honum fyrir stríðsglæpi.