Áríðandi að hjálp berist

Nú liggur á að koma aðstoð til Búrma.
Nú liggur á að koma aðstoð til Búrma. AP

Alþjóðleg­ar hjálp­ar­stofn­an­ir segja að bregðast þurfi mjög hratt við neyðarástand­inu í Búrma í kjöl­far felli­byls­ins Nargis og að þær þurfi aðgang að þeim hundruðum þúsunda manna sem eiga um sárt að binda.

Sam­kvæmt yf­ir­manni Unicef standa hundruð þúsunda manna frammi fyr­ir hung­urs­neyð og sýk­inga­hættu og því ríður á að fá aðgang að flóðasvæðum.

Þeir sem lifðu flóðbylgju og felli­byl­inn af líða nú vatns­skort og skort­ur á hrein­lætisaðstöðu mun gera illt verra.

Sam­kvæmt frétta­vef BBC eru hjálp­ar­stofn­an­ir Sam­einuðu Þjóðanna að berj­ast fyr­ir því að fá aðgang að flóðasvæðunum fyr­ir sitt starfs­fólk.

Talið er að tug­ir þúsunda hafi lát­ist og að allt að ein millj­ón manna sé nú án húsa­skjóls við ósa Irrawaddy-ár.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert