Áríðandi að hjálp berist

Nú liggur á að koma aðstoð til Búrma.
Nú liggur á að koma aðstoð til Búrma. AP

Alþjóðlegar hjálparstofnanir segja að bregðast þurfi mjög hratt við neyðarástandinu í Búrma í kjölfar fellibylsins Nargis og að þær þurfi aðgang að þeim hundruðum þúsunda manna sem eiga um sárt að binda.

Samkvæmt yfirmanni Unicef standa hundruð þúsunda manna frammi fyrir hungursneyð og sýkingahættu og því ríður á að fá aðgang að flóðasvæðum.

Þeir sem lifðu flóðbylgju og fellibylinn af líða nú vatnsskort og skortur á hreinlætisaðstöðu mun gera illt verra.

Samkvæmt fréttavef BBC eru hjálparstofnanir Sameinuðu Þjóðanna að berjast fyrir því að fá aðgang að flóðasvæðunum fyrir sitt starfsfólk.

Talið er að tugir þúsunda hafi látist og að allt að ein milljón manna sé nú án húsaskjóls við ósa Irrawaddy-ár.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert