Konur barðar heima en karlar á götum úti

Mun meiri líkur eru á að ráðist sé á karlmenn á götu en konur samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem unnin var við Syddansk Universitet í Danmörku. Mun algengara er hins vegar að konur séu beittar ofbeldi á heimilum sínum en karlar. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar verða 89.000 danskir karlar, á aldrinum 16-64 ára, fyrir árásum á götum úti eða annars staðar á almannafæri á hverju ári. 70.000 konur verða hins vegar fyrir slíkum árásum. Um helmingur árásanna teljast alvarlegar.28.000 konur og 8.000 karlar eru beitt ofbeldi á heimilum sínum á hverju ári, samkvæmt könnuninni. Þá eru meiri líkur á að samkynhneigðir karlar séu beittir heimilisofbeldi en gagnkynhneigðir karlar.

Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að ofbeldi hefur mun meiri áhrif á konur en karla. Þó er greinilegur munur á sjálfsímynd karla sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi og karla sem ekki hafa orðið fyrir slíku ofbeldi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert