Herskáir uppreisnarmenn í Swat héraði í norð-vestur Pakistan brenndu niður skóla fyrir stúlkur í annað sinn síðan á sunnudag, að sögn yfirvalda. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á athæfinu en kveikt var í skólanum í nótt og gjöreyðilagðist byggingin. Auk þess heyrðist í skothríð á milli öryggissveita og uppreisnarmanna.
Annar skóli fyrir stúlkur varð fyrir árás á sunnudaginn þegar bensínsprengjum var kastað á skólann. Talið er að stuðningsmenn talibana séu ábyrgir fyrir þeirri árás.
Á fréttavef BBC kemur fram að árásum á svæðinu hefur fjölgað undanfarna daga eftir að uppreisnarmenn hættu friðarviðræðum við ríkistjórn Pakistan í síðustu viku.