Karlmaður, sem myrti unnustu sína árið 1988, var tekinn af lífi í Georgíuríki í Bandaríkjunum rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma.
Er þetta fyrsta dauðarefsingin, sem fer fram í Bandaríkjunum í rúma sjö mánuði en hæstiréttur landsins hefur að undanförnu fjallað um það hvort aftaka með eitursprautu samræmist stjórnarskrá Bandaríkjanna sem bannað ómannúðlegar aftökuaðferðir. Dómstóllinn komst síðan að þeirri niðurstöðu að þessi aftökuaðferð væri heimil.
William Earl Lynd, sem var 53 ára, var dæmdur til dauða fyrir að skjóta Ginger Moore, sambýliskonu sína, þrisvar í höfuðið. Hann gróf lík hennar í grunnri gröf á bóndabýli og flúði síðan til Ohio þar sem hann myrti aðra konu, sem varð fyrir tilviljun á vegi hans.
Aftökuhléið, sem nú er á enda, er það lengsta sem gert hefur verið í Bandaríkjunum í aldarfjórðung.