Medvedev sver embættiseið

Dmitry Medvedev nýr forseti Rússlands.
Dmitry Medvedev nýr forseti Rússlands. AP

Dmitry Medvedev sór í morgun embættiseið sem þriðji forseti Rússlands við hátíðlega athöfn í Kreml. 

Medvedev, sem er 42 ára, vann stórsigur í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu í mars en hann naut stuðnings Vladimir Pútíns þáverandi forseta í embættið. 

Pútín fór með stórt hlutverk við innsetningarathöfnina í dag og þykir það bera vott um það að hann hyggist áfram gegna viðamiklu hlutverki í rússneskum stjórnmálum.

Medvedev hét því í ræðu sem hann flutti við athöfnina að vinna að því að bæta Rússland.  Pútín hélt einnig ræðu sem hann hélt við athöfnina og sagði að forsetaskiptin væru mjög mikilvægt skref fyrir Rússland. Þá hvatti hann Medvedev til að halda áfram á þeirri braut sem hann hafi sjálfur markað á undanförnum átta árum.

Pútín, sem er 55 ára, mun taka við embætti forsætisráðherra á næstu dögum en hanngat ekki boðið sig fram til embættisins þar sem embættistíð forseta er bundin við tvö kjörtímabil samkvæmt stjórnarskrá Rússlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert