Obama hefur yfirhöndina

Barack Obama náði hreinum meirihluta kjósenda Demókrataflokksins í forkosningu til forsetakjörs í Norður Karólínu í gær með 56% en Hillary Clinton náði naumum meirihluta í Indíana með 51%.

Samkvæmt fréttaskýrendum á fréttavef BBC hefur hvorugt þeirra gert út um kapphlaupið með þessari niðurstöðu en það forskot sem Obama hefur verður stöðugt erfiðara fyrir Clinton að yfirstíga.

Á samkomu með stuðningsmönnum sínum í Indianapolis í Indiana sagði Hillary Clinton að nú væri stefnan tekin á Hvíta húsið og allt gefið í botn en hún hét því líka að starfa fyrir hinn tilnefnda forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins hver sem það verður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert