Að minnsta kosti 25 stuðningsmenn Lýðræðishreyfingarinnar, stjórnarandstöðuflokksins í Simbabwe, hafa verið drepnir síðan forsetakosningar fóru fram þar í landi þann 29. mars sl. Þetta sögðu forsvarsmenn Lýðræðishreyfingarinnar í dag.
„Við töldum 25 manns í gær en við höldum að mun fleiri séu látnir því skæruliðar hafa einangrað sum svæði,” sagði talsmaður flokksins.
Að mati Lýðræðishreyfingarinnar eru það stuðningsmenn Robert Mugabe forseta Simbabwe sem hafa myrt fylgismenn stjórnarandstöðunnar.