Persónulegur harmleikur í London

Greint hefur verið frá því að maðurinn sem lögregla í London skaut til bana í skotbardaga í Chelsea  á mánudag  hafi verið vel liðinn lögfræðingur. Þá segja vinir mannsins, sem hét Mark Saunders, að um persónulegan harmleik hafi verið að ræða. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Saunders, sem var með lögfræðipróf frá Oxford háskóla, sérhæfði sig í fjölskyldumálum og þótti djarfur og hæfur í því starfi. Hann var skotinn til bana eftir að hann skaut á lögreglumenn sem sátu um heimili hans eftir að unnusta hans eða fyrrum kærasta sást fara þaðan grátandi og hann hóf að skjóta út um glugga þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert