Bandaríkin fá að veita aðstoð

Margar milljónir eru húsnæðislausar eftir Nargis.
Margar milljónir eru húsnæðislausar eftir Nargis. Reuters

Herforingjastjórnin í Búrma hefur samþykt að heimila í það minnsta einni bandarískri herflugvél að flytja matvæli og neyðargögn til Yangon. „Þeir hafa heimilað einni C-130 herflutningavél að lenda í Yangon," sagði talsmaður bandaríska sendiráðsins við AFP fréttastofuna í morgun.

Talsmaðurinn, Michael Turner sagði að enn ætti eftir að ákveða flugáætlun og hvað yrði flutt.

 Bandaríkjastjórn hefur þrýst á herforingjastjórnina að þiggja alþjóðlega aðstoð í kjölfar fellibylsins Nargis sem gekk yfir Búrma á laugardaginn var.

„Þetta ætti að vera einfalt mál. Þetta snýst ekki um stjórnmál, þetta snýst um neyð fólksins í landinu," sagði utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice í Washington í gær. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert