Ekki háttur gyðinga að fagna

Simon Peres, forseti Ísrael, segir í viðtali sem hann veitti í tilefni af sextíu ára afmæli Ísraelsríkis að það komi ekki á óvart að Ísraelar haldi upp á afmælið með varfærni. Það sé ekki háttur gyðinga að fagna enda megi segja að gyðingar hafi fært heiminum hugtakið ófullnægju. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz. 

Sjálfur segist hann enn vera bjartsýnn en þó langt frá því sáttur þegar hann líti yfir þróun undanfarinna ára. Hann hafi oft orðið fyrir vonbrigðum en þó einnig séð skref í rétta átt.

„Jafnvel árið '98 þegar allt virtist svart í kjölfar morðsins á Rabin þá trúði ég því að við ættum að halda friðarferlinu áfram og jafnvel að hraða því,” segir hann. „Ég sá ekki fyrir að við myndum mæta þetta mörgum vandamálum. Ég taldi að aðskilnaður Vesturbakkans og Gasasvæðisins myndi auðvelda hlutina, ekki flækja þá. Mér datt ekki í hug þegar við fórum frá Gasa  að þeir myndu skjóta Qassam flaugum þaðan. Mér datt ekki í hug að Hamas samtökin fengju þetta mikið fylgi í kosningunum.”

Simon Peres, forseti Ísraels.
Simon Peres, forseti Ísraels. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert