Hegðun breskra ferðamanna á feðalögum erlendis er enn á ný til umræðu í breskum fjölmiðlum eftir að barnaverndaryfirvöld í Faro í Portúgal tóku þrjú ung börn frá Norður-Írlandi í sína umsjá eftir að foreldrar þeirra misstu meðvitund á hóteli sínu. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.
Hjónin voru flutt á sjúkrahús þar sem blóðprufur leiddu í ljós að þau voru dauðadrukkin. Þau hafna því hins vegar alfarið að þau hafi drukkið óeðlilega mikið eða sýnt af sér vítavert kæruleysi. Þá hafa vinir þeirra leitt líkum að því að ferðaþreyta og hitabreytingar hafi haft þessi áhrif á þau eða að ólyfjan hafi jafnvel verið blandað í drykki þeirra.
Hjónin hafa nú snúið aftur heim til Norður-Írlands og farið fram á að rannskaða verði hvort óeðliega hafi verið staðið að blóðrannsókninni. Þau hafa nú aftur fengið börnin þrjú, sem eru eins, tveggja og sex ára, í sína umsjá en líklegt er að barnaverndaryfirvöld á Norður-Írlandi fái málið í hendur.