Hermenn marséruðu við hlið skriðdrekar og eldflauga um Rauða torgið í Moskvu í morgun og er það í fyrsta sinn síðan Sovétríkin liðu undir lok. Í dag er frídagur í Rússlandi og því fagnað að Rússar sigruðu þýska nasista í seinni heimstyrjöldinni.
Samkvæmt AP fréttastofunni hefur Rússland ferfaldað útgjöld sín til varnarmála á undanförnum árum í tilraun til að endurlífga herafla sinn sem fór hnignandi í kjölfar hruns Sovétríkjanna.
Dmitry Medvedev, forseti landsins varaði við því í ræðu sinni í morgun að kynda undir styrjaldarbáli og egna til deilna en sagði að vopnin væru til þess gerð að treysta varnir fósturjarðarinnar.