Hlutleysi líbanska hersins lykilatriði

Fjölskylda súnníta yfirgefur heimili sitt í hverfi Beirut sem Hizbollah …
Fjölskylda súnníta yfirgefur heimili sitt í hverfi Beirut sem Hizbollah samtökin hafa náð á sitt vald. AP

Að minnsta kosti ellefu hafa látið lífið í átökum Hizbollah samtakanna og herskáa súnníta í Beirút, höfuðborg Líbanons á undanförnum þremur dögum en liðsmenn Hizbollah náðu vesturhluta borgarinnar á sitt vald í morgun. 

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt báða aðila til að leggja niður vopn til að forða því að borgarastyrjöld brjótist út í landinu að nýju en borgarastyrjöld geisaði í landinu á árunum 1975 til 1990 og varð það til þess að bæði Ísraelar og Sýrlendingar gripu til hernaðaríhlutunar í landinu.  

Bæði Bashar al-Assad Sýrlandsforseti og Simon Peres forseti Ísraels, lýstu því hins vegar yfir í morgun að átökin væru innanríkismál Líbana.

Fréttaskýrendur í landinu segja að átökin í landinu séu í raun valdaránstilraun Hizbollah samtakanna en stjórnarher landsins hefur fram til þessa haldið sig utan átakanna að því er talið er af ótta við klofningur komi upp innan hans. Segja fréttaskýrendur að hugsanlega liggi eina vonin um að átökin magnist ekki enn frekar í því að herinn haldi sig áfram utan þeirra.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert