Að minnsta kosti ellefu hafa látið lífið í átökum Hizbollah samtakanna og herskáa súnníta í Beirút, höfuðborg Líbanons á undanförnum þremur dögum en liðsmenn Hizbollah náðu vesturhluta borgarinnar á sitt vald í morgun.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt báða aðila til að leggja niður vopn til að forða því að borgarastyrjöld brjótist út í landinu að nýju en borgarastyrjöld geisaði í landinu á árunum 1975 til 1990 og varð það til þess að bæði Ísraelar og Sýrlendingar gripu til hernaðaríhlutunar í landinu.
Bæði Bashar al-Assad Sýrlandsforseti og Simon Peres forseti Ísraels, lýstu því hins vegar yfir í morgun að átökin væru innanríkismál Líbana.