Rætt um friðsamlega lausn

Risastór uppblásinn hvalur í neti utan við fundarstað Alþjóða hvalveiðiráðsins …
Risastór uppblásinn hvalur í neti utan við fundarstað Alþjóða hvalveiðiráðsins í Berlín. mbl.is

Hvalfriðunarsinnar og japanskir hvalveiðimenn hafa lýst yfir vilja sínum til að binda enda á hatrammar deilur sínar á Suðurhöfum og reyna að fara diplómatískari leið að lausn deilunnar.

AP fréttastofan hefur eftir hátt settum embættismanni í morgun að ef samningar náist gætu Ástralía og Nýja Sjáland horfið frá áætlunum sínum um alþjóðlega lögsókn á hendur Japans sem byggist á því að sanna að vísindaveiðar Japana séu yfirskyn eitt og veiðarnar því ólöglegar.

Geoffrey Palmer, fyrrum forsætisráðherra sem situr í Alþjóða hvalveiðiráðinu fyrir hönd Nýja Sjálands sagði að lausnina á þessum deilum sé einungis hægt að finna með því að fara eftir diplómatískum leiðum.

Japan hætti á síðustu vertíð við  að veiða 50 hnúfubaka og minnkuðu hrefnukvótann um helming (úr þúsund dýrum niður í 551) og telja fréttaskýrendur að báðir deiluaðilar séu að sýna sáttfýsi í verki en enn er þó langt í land. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert