Styðja líbönsk stjórnvöld

Líbanskir hermenn á götum Beirút í dag.
Líbanskir hermenn á götum Beirút í dag. AP

Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir stuðningi við stjórnvöld í Líbanon en útilokar að senda hernaðaraðstoð að svo stöddu.  Bardagar hafa staðið yfir í Beirút, höfuðborg Líbanons, undanfarna sólarhringa á milli Hezbollah samtakanna og herskárra súnníta.  Að minnsta kosti 11 hafa látið lífið og 30 særst í átökum og óttast er að borgarastyrjöld muni skella á, en fjöldi fólks hefur yfirgefið borgina.

„Við styðjum líbönsk stjórnvöld og friðsama borgara landsins á tímum ófriðarástands," sagði í yfirlýsingu frá Condoleezu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.   Rice hefur fordæmt átökin og segir Sýrlendinga og Írani styðja ofbeldissinnaða öfgahópa.  „Hezbollah samtökin og bandamenn þeirra, sem njóta stuðnings Sýrlendinga og Írana, eru að drepa og særa samborgara sína, og grafa undan líbönskum stjórnvöldum," sagði Rice.  Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að líbönskum stjórnvöldum verði veittur diplómatískur og pólitískur stuðningur.  

Talsmaður Hvíta Hússins, Gordon Hondroe hvatti Sýrland og Íran til þess að hætta stuðningi við Hezbollah samtökin.

Í dag var líbanski stjórnarherinn sendur út á götur nokkurra hverfa súnníta í Beirútborg sem Hezbollah-samtökin höfðu náð á sitt vald.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert