Varðhald yfir Fritzl framlengt

Dómari í Austurríki hefur framlengt varðhaldsúrskurð Josef Fritzl, sem hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár, um mánuð. Úrskurðurinn verður endurskoðaður að þeim tíma liðnum. Fritzl kom fyrir dómarann með lögfræðingi sínum í dag. Hann tók ekki sjálfur til máls en lögfræðingur hans sagði hann hafa lokað dóttur sína inni til að vernda hana gegn umheiminum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Í gær voru hins vegar höfð eftir honum ummæli þar sem hann sagði að stjórnlaus fíkn hafi ráðið gjörðum sínum en á þeim 24 árum sem dóttirin  var fangi föður síns fæddi hún honum sjö börn. „Ég vissi að Elisabeth vildi ekki að ég gerði henni þetta. Ég vissi að ég meiddi hana. Þetta var eins og fíkn,” segir í ummælum sem höfð voru eftir Fritzl í dagblaðinu News í gær.

„Ég vissi allan tímann að það sem ég væri að gera var ekki rétt… en… það varð bara hversdagslegt fyrir mér, að ég ætti mér tvöfalt líf, annað sem ég lifði í kjallara húss míns.” Þá sagði hann Fritzl halda því fram að hann elski enn eiginkonu sína Rosemarie. „Frá því ég fyrst man eftir mér hefur það  verið mín æðsta ósk að eignast mikið af börnum og ég áleit Rosemarie hæfa móður,” er haft eftir Fritzl í News. „Staðreyndin er sú að ég elskaði hana og ég elska hana enn." 

Fritzl gagnrýndi einnig fréttaflutning fjölmiðla af málinu, í News og  sagði fjölmiðla einungis hafa greint frá annarri hlið málsins. „Þegar ég fór inn í jarðhýsið færði ég dóttur minni blóm og börnunum bækur og leikföng. Ég horfði á ævintýramyndbönd með þeim á meðan Elisabeth eldaði uppáhaldsréttinn okkar og síðan settumst við öll niður og borðuðum saman."

Rannsóknarlögreglumenn bera gögn frá húsi Josef Fritzl í Amstetten í …
Rannsóknarlögreglumenn bera gögn frá húsi Josef Fritzl í Amstetten í Austurríki. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert