Líbanski herinn afturkallar aðgerðir ríkisstjórnar

Líbanskir hermenn á götum Beirút.
Líbanskir hermenn á götum Beirút. AP

Líbanski herinn hefur afturkallað aðgerðir líbönsku ríkistjórnarinnar gegn Hezbollah-samtökunum og hvatti til þess að allar vopnaðar sveitir hverfi frá götum Beirút. 

Herinn sendi frá sér yfirlýsingu fyrir skömmu og þar segir að yfirmaður öryggismála á flugvellinum í Beirút, sem er bandamaður Hezbollah, muni halda stöðu sinni og að fjarskiptaneti samtakanna yrði viðhaldið. 

Átök hafa staðið yfir í Beirút undanfarna daga í kjölfar deilna um þessi tvö mál, og hafa að að minnsta kosti 24 látið lífið.  Fyrir viku skipuðu stjórnvöld Hezbollah-samtökunum að loka fjarskiptaneti sínu, síma- og netþjónustu, og sagði Hassan Nasrallah, leiðtogi samtakanna, að sú skipun jafngilti stríðsyfirlýsingu. 

Herinn segir í yfirlýsingu að þessar ákvarðarnir hafi verið teknar eftir að Fouad Siniora, forsætisráðherra Líbanon, kallaði eftir því að líbanski herinn kæmi á röð og reglu í borginni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert