Líbanski herinn afturkallar aðgerðir ríkisstjórnar

Líbanskir hermenn á götum Beirút.
Líbanskir hermenn á götum Beirút. AP

Líb­anski her­inn hef­ur aft­ur­kallað aðgerðir líb­önsku rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar gegn Hez­bollah-sam­tök­un­um og hvatti til þess að all­ar vopnaðar sveit­ir hverfi frá göt­um Beirút. 

Her­inn sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu fyr­ir skömmu og þar seg­ir að yf­ir­maður ör­ygg­is­mála á flug­vell­in­um í Beirút, sem er bandamaður Hez­bollah, muni halda stöðu sinni og að fjar­skipta­neti sam­tak­anna yrði viðhaldið. 

Átök hafa staðið yfir í Beirút und­an­farna daga í kjöl­far deilna um þessi tvö mál, og hafa að að minnsta kosti 24 látið lífið.  Fyr­ir viku skipuðu stjórn­völd Hez­bollah-sam­tök­un­um að loka fjar­skipta­neti sínu, síma- og netþjón­ustu, og sagði Hass­an Nasrallah, leiðtogi sam­tak­anna, að sú skip­un jafn­gilti stríðsyf­ir­lýs­ingu. 

Her­inn seg­ir í yf­ir­lýs­ingu að þess­ar ákv­arðarn­ir hafi verið tekn­ar eft­ir að Fouad Sini­ora, for­sæt­is­ráðherra Líb­anon, kallaði eft­ir því að líb­anski her­inn kæmi á röð og reglu í borg­inni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert