Þörf er á umfangsmikilli neyðaraðstoð í Búrma að sögn alþjóðlegra hjálparstofnana. Oxfam samtökin segja að ein og hálf milljón fórnarlamba fellibylsins Nargis, sem reið yfir landið fyrir viku síðan, séu í bráðri lífshættu ef neyðaraðstoð berst ekki skjótt og ótakmörkuð til landsins.
Mikill skortur er á hreinu vatni og hreinlætisaðgerðum en fregnir herma að sjúkdómar og farsóttir séu farnar að breiðast út á svæðunum sem urðu verst úti. Sameinuðu þjóðirnar áætla að einungis fjórðungur fórnarlamba hafi fengið aðstoð og talsmaður Alþjóðabjörgunarnefndarinnar (International Rescue Committee) segir að „óhugsandi neyðarástand" blasi við.
Á fréttavef BBC kemur fram að herforingjastjórnin í Búrma hafi ekki enn veitt fjölda erlendum hjálparstarfsmönnum vegabréfsáritun til þess að koma inn í landið og dreifa hjálpargögnum.
Þá kemur fram að hjálpargögnum hafi verið dreifst á sumum svæðum en að önnur hafi ekki fengið neina aðstoð. Í gær kom sending frá Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR) með 22 tonn af hjálpargögnum, þar á meðal tjöldum fyrir heimilislausa, mat, og lyfjum.