1,5 milljón manna í hættu

00:00
00:00

Þörf er á um­fangs­mik­illi neyðaraðstoð í Búrma að sögn alþjóðlegra hjálp­ar­stofn­ana.  Oxfam sam­tök­in segja að ein og hálf millj­ón fórn­ar­lamba felli­byls­ins Nargis, sem reið yfir landið fyr­ir viku síðan, séu í bráðri lífs­hættu ef neyðaraðstoð berst ekki skjótt og ótak­mörkuð til lands­ins. 

Mik­ill skort­ur er á hreinu vatni og  hrein­lætisaðgerðum en fregn­ir herma að sjúk­dóm­ar og far­sótt­ir séu farn­ar að breiðast út á svæðunum sem urðu verst úti.  Sam­einuðu þjóðirn­ar áætla að ein­ung­is fjórðung­ur fórn­ar­lamba hafi fengið aðstoð og talsmaður Alþjóðabjörg­un­ar­nefnd­ar­inn­ar (In­ternati­onal Rescue Comm­ittee) seg­ir að „óhugs­andi neyðarástand" blasi við. 

Á frétta­vef BBC kem­ur fram að her­for­ingja­stjórn­in í Búrma hafi ekki enn veitt fjölda er­lend­um hjálp­ar­starfs­mönn­um vega­bréfs­árit­un til þess að koma inn í landið og dreifa hjálp­ar­gögn­um. 

Þá kem­ur fram að hjálp­ar­gögn­um hafi verið dreifst á sum­um svæðum en að önn­ur hafi ekki fengið neina aðstoð.  Í gær kom send­ing frá Flótta­manna­stofn­un SÞ (UN­HCR) með 22 tonn af hjálp­ar­gögn­um, þar á meðal tjöld­um fyr­ir heim­il­is­lausa, mat, og lyfj­um.

Mikil þörf er á hjálpargögnum í Búrma efitr að fellibylurinn …
Mik­il þörf er á hjálp­ar­gögn­um í Búrma ef­itr að felli­byl­ur­inn Nargis reið yfir landið fyr­ir átta dög­um síðan. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka