21 lést í óveðri í Bandaríkjunum

Mörg heimili gjöreyðilögðust í óveðrinu.
Mörg heimili gjöreyðilögðust í óveðrinu. AP

Að minnsta kosti 21 hefur látið lífið eftir að röð hvirfilbylja skall á miðríki Bandaríkjanna í gær. Talsmaður deildar neyðaratvika í Missouri ríki staðfestir að staðfest að 13 létu lífið í ríkinu og björgunarsveitir leita enn að fleirum.

Í Oklahoma ríki létu sjö manns lífið í bænum Picher í Oklahoma og 150 særðust af völdum fárviðrisins.  Ríkisstjóri Oklahoma, Brad Henry, lýsti yfir neyðarástandi á svæðunum sem urðu verst úti og hefur Rauði Krossinn opnað skýli fyrir þá sem hafa misst heimili sín í óveðrinu, en mörg hús gjöreyðilögðust í bænum, er tré og rafmagnsstaurar féllu á hús og þök rifnuðu af.

Samkvæmt upplýsingum frá AFP fréttastofunni voru 6.300 heimili og fyrirtæki án rafmagns nærri Picher og 3000 nær Tulsa, einni stærstu borg í ríkinu.

Þá lét einn lífið í Georgíu ríki í Kite, litlum bæ í suðausturhluta ríkisins sem varð einnig illa úti af völdum óveðurs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka