Ró hefur færst yfir götur Beirút eftir margra daga blóðug átök í liðinni viku, en líbanskir hermenn vakta nú götur Beirút. Á meðan kyrrð færðist yfir höfuðborgina brutust hörð átök út í næststærstu borg Líbanon, Trípolí, sem er í norðurhluta landsins. Til skothríða kom á milli stuðningsmanna stjórnvalda og fylgismanna stjórnarandstöðu. Samkvæmt frétt Reuters hefur orðið mannfall í átökunum en engar tölur hafa verið gefnar upp.
Eigandi kaffihúss í Beirút segist skammast sín fyrir ástandið í landinu. „Við búum í yndislegu landi, hér ríkir ekki aðskilnaður trúarbragða, honum hefur verið komið fyrir, aðskilnaður er bannaður í trúarbrögðum, öll trúarbrögð eiga skilið virðingu, þetta er skammarlegt," sagði íbúi Beirút
Að minnsta kosti 39 létu lífið í átökunum í vikunni og eru þetta hörðustu innbyrðis átök sem hafa átt sér stað í Líbanon frá því 15 ára borgarastyrjöld var í landinu á árunum 1975-1990.