Að minnsta kosti sextán eru látnir eftir að hvirfilbylir og fárvirði gekk yfir hluta Bandaríkjanna í nótt. Gríðarlegar skemmdir urðu í bænum Picher í Oklahoma er hvirfilvindur reið yfir bæinn og létust sex þar. En hann lét ekki staðar numið heldur olli gríðarlegri eyðileggingu í bænum Seneca í Missouri sem er í 24 km fjarlægð frá Picher. Alls létust tíu í Missouri.
Talið er að fleiri hafi látist heldur en þeir 16 sem þegar hafa fundist látnir. Þjóðvarðliðið er á leið inn í Picher og mun koma að neyðaraðstoð og leita að látnum.