Flokkur Tadic með flest atkvæði í Serbíu

Hermenn í biðröð á kjörstað í dag
Hermenn í biðröð á kjörstað í dag Reuters

Kosn­inga­banda­lag Lýðræðis­fylk­ing­ar­inn­ar, flokks Boris­ar Tadic's for­seta Serbíu, virðist hafa unnið þing­kosn­ing­arn­ar sem fram fóru í land­inu í dag. Þegar um 50% at­kvæða hafa verið tal­in er banda­lag und­ir for­sæti Tadics með um 38% at­kvæða en Rót­tæki flokk­ur­inn með 28%. Þjóðern­is­hreyf­ing Voj­islav Kost­unica, for­sæt­is­ráðherra, er með um 11% at­kvæða. Ef þetta verða úr­slit­in er talið lík­legt að Serbía muni auka tengsl­in við vest­ur­lönd en Tadic er hall­ur und­ir vest­ræna sam­vinnu á meðan rót­tæk­ir þjóðern­is­sinn­ar vilja auka tengsl­in við Rúss­land. 

En síðan á eft­ir að koma í ljós hvaða flokk­ar mynda banda­lag að lok­inni taln­ingu at­kvæða. Til að mynda er Sósí­al­ista­flokk­ur­inn nú með um 8% at­kvæða og gæti því kom­ist í lyk­ilaðstöðu við stjórn­ar­mynd­un.

Kjör­sókn var um 60% sem er held­ur minna en í for­seta­kosn­ing­un­um sem fram fóru fyrr á ár­inu en þykir ágæt­is kjör­sókn í þing­kosn­ing­um í Serbíu. Þetta eru fyrstu kosn­ing­arn­ar í land­inu síðan Kosovo lýsti yfir sjálf­stæði frá Serbíu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert