Myrtur eftir að hafa neitað að taka þátt í slagsmálum

Jimmy Mizen
Jimmy Mizen Reuters

Lögreglan í Lundúnum segir að sextán ára unglingur hafi verið myrtur í bakaríi í borginni í gær eftir að hann neitaði að taka þátt í slagsmálum. Jimmy Mizen lést af völdum áverka á hálsi en hann var stunginn í hálsinn með glerbroti í bakaríinu Three Cooks í Lee í suðurhluta Lundúnaborgar.

Mizen, sem var í bakaríinu með bróður sínum, lést á staðnum. Bræðurnir höfðu farið í bakaríið til þess að kaupa fyrsta lottómiða Jimmys. Er hann þrettándi unglingurinn sem er myrtur í Lundúnum það sem af er ári.

Foreldar drengsins sögðu í samtali við BBC að Jimmy hafi verið yndislegur drengur en hann varð sextán ára á föstudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert