Páfi hvetur til friðar í Líbanon

Benedict XVI páfi í St.Peters kirkjunni í Vatikaninu í dag.
Benedict XVI páfi í St.Peters kirkjunni í Vatikaninu í dag. Reuters

Benedikt XVI páfi hvatti líbönsku þjóðina til þess að komast að „skynsamlegu samkomulagi" svo hægt sé að binda endir á ágreining sem leiddi til blóðugra átaka í Beirút, höfuðborg landsins í vikunni sem leið. 

Í ræðu sinni á Péturstorginu í Róm í dag sagðist páfi hafa fylgst náið með atburðum í Líbanon og lýsti hann áhyggjum sínum yfir ástandinu sem hefur skapast þar vegna pólitískra deilna.   
„Ég tel það skyldu mína að hvetja líbönsku þjóðina til þess að hætta öllum ágreiningi og árásum sem gætu leitt til óbætanlegs skaða í landinu," sagði Páfi. 

Blóðug átök stóðu yfir í liðinni viku í Beirút vegna ágreinings á milli súnní múslima og sjíta múslima.  Samkvæmt upplýsingum AP fréttastofunnar var rólegt yfir höfuðborginni í morgun en átök brutust út á milli stuðningsmanna stjórnvalda og stjórnarandstöðunnar í Norður-Líbanon. Tugir manna hafa látið lífið og særst í átökunum sem áttu sér stað í vikunni.  Í gær tók stjórnarher landsins yfir völd í borginni eftir að ákveðið var að afturkalla aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn Hezbollah samtökunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert