Rafmagnslaust á Gaza

00:00
00:00

Raf­magn­laust hef­ur verið á stór­um hluta Gaza-strand­ar­inn­ar um helg­ina þar sem eina raf­magns­stöð svæðis­ins er óvirk þar sem enga olíu er að fá. Ekk­ert eldsneyti hef­ur verið flutt á svæðið frá Ísra­el síðustu fimm daga en á síðasta ári ákváðu stjórn­völd í Ísra­el að tak­marka það magn af eldsneyti sem flytja má inn á svæðið til þess að auka þrýst­ing á upp­reisn­ar­menn úr hópi Palestínu­manna.

Í gær sögðu stjórn­völd í Ísra­el að heim­ilað yrði að flytja eldsneyti á svæðið í dag en ekk­ert hef­ur orðið af því og því enn raf­magns­laust á stór­um hluta Gaza. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert