Rafmagnlaust hefur verið á stórum hluta Gaza-strandarinnar um helgina þar sem eina rafmagnsstöð svæðisins er óvirk þar sem enga olíu er að fá. Ekkert eldsneyti hefur verið flutt á svæðið frá Ísrael síðustu fimm daga en á síðasta ári ákváðu stjórnvöld í Ísrael að takmarka það magn af eldsneyti sem flytja má inn á svæðið til þess að auka þrýsting á uppreisnarmenn úr hópi Palestínumanna.
Í gær sögðu stjórnvöld í Ísrael að heimilað yrði að flytja eldsneyti á svæðið í dag en ekkert hefur orðið af því og því enn rafmagnslaust á stórum hluta Gaza.