Útgöngubanni aflétt í Khartoum

Omar al-Bashir forseti Súdan flytur sjónvarpsávarp
Omar al-Bashir forseti Súdan flytur sjónvarpsávarp AP

Útgöngubanni hefur verið aflétt í höfuðborg Súdan, Khartoum, en er enn í gildi í borginni Omdurman sem liggur við höfuðborgina. Uppreisnarmenn náðu Omdurman að hluta á sitt vald í gærkvöldi og hafa geisað þar bardagar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur einhver hluti uppreisnarmannanna verið felldur en annarra er leitað. Þar á meðal foringja þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert