107 látnir í Kína

Íbúar Chengdu hlupu út á götur borgarinnar eftir jarðskjálftann í …
Íbúar Chengdu hlupu út á götur borgarinnar eftir jarðskjálftann í morgun. AP

Staðfest hefur verið að 107 manns létu lífið í jarðskjálfta sem reið yfir suðvesturhluta landsins í  morgun, samkvæmt kínversku fréttastofunni Xinhua.

Fyrir skömmu var greint frá því að óttast væri að nærri níu hundruð nemendur væru grafnir í rústum skóla í Sichuan héraði.  Jarðskjálftinn, sem mældist 7,8 á Richter átti upptök sín norðurvestur af Chengdu, höfuðborg Sichuan héraðs, í vesturhluta landsins. Eyðilögðust byggingar og vegir í skjálftanum

Jarðskjálftinn fannst víða í nágrannalöndunum, í Taílandi, Víetnam og Pakistan. Í Peking, höfuðborg Kína, sem er í um 1.500 km fjarlægð frá upptökum skjálftans, hristust byggingar til og frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert