36 létust í átökum í Líbanon

Liðsmenn sjíta múslima á götum fjallaþorpsins Chouweifat.
Liðsmenn sjíta múslima á götum fjallaþorpsins Chouweifat. AP

Að minnsta kosti 36 létu lífið í hörðum bardögum á milli liðsmanna Hezbollah-samtakanna og stuðningsmanna leiðtoga Drúsa í gær.  Átökin áttu sér stað í fjallendi austur af Beirút, en samkvæmt heimildum Reutersfréttastofunnar létu 14 Hezbollah liðar lífið.  

Hezbollah liðar og bandamenn þeirra börðust gegn byssumönnum sem styðja Walid Jumblatt, leiðtoga Drúsa, í Aley umdæminu, þar til Jumblatt féllst á að líbanski herinn sendi herlið á vettvang til Chouf fjalla, að því er kemur fram í frétt Reuters.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert