8600 manns látnir í Kína

00:00
00:00

Staðfest hef­ur verið að í það minnsta 8.600 manns létu lífið af völd­um kröft­ugs jarðskjálfta sem reið yfir suðvest­ur Kína í dag, þar af 5000 í einni sýslu.  Kín­verska rík­is­frétta­stof­an Xin­hua hef­ur þess­ar töl­ur eft­ir stjórn­völd­um í Sichuan héraði.  Skjálft­inn átti upp­tök sín skammt frá höfuðborg héraðsins Chengdu klukk­an 14:28 að staðar­tíma og mæld­ist 7,8 á Richter.

Á frétta­vef BBC kem­ur fram að Beichuan sýsl­an varð einna verst úti og greint hef­ur verið frá því að 80% bygg­inga í sýsl­unni hafi hrunið, og allt að 5000 manns látið lífið og 10.000 slasast. 

Þá hef­ur verið greint frá því að hundruð manna voru graf­in í rúst­um tveggja efna­verk­smiðja í Shifang, 50 km frá upp­tök­um skjálft­ans.  Fimm skól­ar eru sagðir hafa hrunið í skjálft­an­um og 900 nem­end­ur voru sagðir grafn­ir und­ir rúst­um gagn­fræðaskóla í borg­inni Dujiangy­an.  50 þeirra hafa fund­ist látn­ir. 

Ótt­ast er að tala lát­inna muni hækka um­tals­vert þegar komið hef­ur í ljós hversu mikl­ar hörm­ung­arn­ar hafa átt sér stað í Wenchuan sýslu, þar sem skjálft­inn átti upp­tök sín.   Lands­lag Wenchuan sýslu er hrjúft og fjöll­ótt, og mikið af brúm sem tengj­ast á milli fjallstoppa.  Eng­ar frétt­ir hafa borist frá sýsl­unni, níu klukku­tím­um eft­ir að skjálft­inn reið yfir.  Björg­un­ar­sveit­ir hafa ekki getið kom­ist til Wenchuan þar sem veg­ir hafa eyðilagst og all­ar fjar­skiptalín­ur við sýsl­una liggja niðri.

Fjöldi eft­ir­skjálfta hef­ur riðið yfir eft­ir stóra skjálft­ann sem fundið var fyr­ir í Pek­ing, í 1545 km fjar­lægð og í tæl­ensku höfuðborg­inni Bang­kok, í 1800 km fjar­lægð.  Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Xin­hua er þetta öfl­ug­asti jarðskjálfti sem hef­ur komið upp í Sichuan héraði í meira en 30 ár.  87 millj­ón­ir manna búa í héraðinu sem er eitt það fjöl­menn­asta í Kína.

Rúsir húss í borginni Dujiangyan, í Sichuan héraði.
Rús­ir húss í borg­inni Dujiangy­an, í Sichuan héraði. STR­IN­GER SHANG­HAI
Leitað að fórnarlömbum í rústum húsa sem hrundu í skjálftanum.
Leitað að fórn­ar­lömb­um í rúst­um húsa sem hrundu í skjálft­an­um. STR­IN­GER SHANG­HAI
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert