Barnslík fundust í kassa á Englandi

Lík tveggja barna fundust í kassa í húsi í Audenshaw nálægt Manchester á Englandi. Öldruð kona bjó í húsinu en hún lést nýlega og kassinn fannst þegar ættingjar konunnar voru að yfirfara dánarbúið.

Að sögn Sky fréttasjónvarpsstöðvarinnar fannst stór kassi í húsinu og í stóra kassanum voru tveir minni kassar sem innihéldu barnslíkin. Að sögn lögreglu er ljóst að líkamsleifarnar hafa verið þarna í langan tíma.

DNA rannsókn verður nú gerð til að leiða í ljós hvort konan, sem bjó í húsinu, var móðir barnanna. Einnig verður reynt að aldursgreina líkin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert