Meira en 7.600 manns hafa látið lífið í Sichuan héraði í Kína eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir landið í morgun og og mældist 7,8 stig á Richter. Kínverska fréttastofan Xinhua hefur þessar tölur eftir embættismönnum stjórnvalda.
Skjálftinn átti upptök sín skammt frá höfuðborg héraðsins Chengdu klukkan 14:28 að staðartíma.
Samkvæmt Xinhua ríkisfréttastofunni er talið að í það minnsta 10 þúsund manns hafi slasast í sýslunni í skjálftanum.