Karlmaður var stunginn til bana síðdegis í Lundúnum í dag í helsta verslunarhverfi borgarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maðurinn, sem er á þrítugsaldri, myrtur fyrir utan skyndibitastað við Oxford stræti en ekki hefur verið gefið upp hver hann er. Ekki er vitað hver morðinginn er.
Sífellt verður algengara að hnífum sé beitt við ofbeldisverk í höfuðborg Bretlands og hefur nýkjörinn borgarstjóri Lundúna, íhaldsmaðurinn Boris Johnson, heitið því að binda endi á glæpaölduna.