Bush ræðir við Hu um náttúruhamfarirnar

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, hringdi í Hu Jintao, forseta Kína í dag og vottaði kínversku þjóðinni samúð vegna jarðskjálftans, sem þar reið yfir í gær. Hvíta húsið segir, að Bandaríkjastjórn hafi lagt Kínverjum til hálfa milljón dala til hjálparstarfa, jafnvirði um 40 milljóna króna.

Dana Perino, talsmaður Hvíta  hússins, sagði að leiðtogarnir tveir hefðu rætt um jarðskjálftann og Bush hefði ítrekað boð Bandaríkjastjórnar um aðstoð við hjálparstörf. 

Þeir Bush og Hu ræddu einnig um málefni Tíbet og náttúruhamfarirnar í Búrma, að sögn Perino.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert